Gáfaða dýrið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 196 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 196 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 3.690 kr. |
Um bókina
Hvernig stendur á því að við erum eins og við erum og gerum það sem við gerum, oft þvert á alla skynsemi? Eru til skýringar á því?
Þrátt fyrir langa þróunarsögu mannsins og umtalverða vitsmuni erum við enn að mörgu leyti frumstæð. Þess vegna stangast viðbrögð okkar stundum á við rökhugsunina. Til að átta okkur betur á sjálfum okkur og öðru fólki, skilja samskipti og samfélag, takast á við streitu, ótta og einmanaleika, er gagnlegt að þekkja dýrið sem í okkur býr. Sú þekking getur hjálpað okkur að líða betur í eigin skinni.
Hér fjallar Sæunn Kjartansdóttir um samspil vitsmuna og ósjálfráðar viðbragða og sýnir hvernig aukin sjálfsþekking getur unnið gegn ómeðvitaðri sjálfsblekkingu.
Höfundur hlaut starfsstyrk frá Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna.
Teikningar í bókinni eru eftir Rán Flygenring.
3 umsagnir um Gáfaða dýrið
Fanney Benjaminsdottir –
„Bókin hjálpar manni ekki einungis við að skilja sjálfan sig betur heldur líka annað fólk … Ég mæli með bókinni fyrir alla sem vilja skilja mannlega hegðun aðeins betur.“
Hugrún Björnsdóttir / Lestrarklefinn
embla –
„Hér tekst listavel að umfaðma fjölbreytileika mannskepnunnar, tengsl hennar og samskipti við sjálfa sig og aðra … Bókin er persónuleg, með boðskap og uppfull af sögum sem snerta lesandann.“
Héðinn Unnsteinsson
embla –
„Stórfengleg bók, skrifuð af hlýju og visku.“
Tyrfingur Tyrfingsson