Gæðakonur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 314 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 314 | 3.490 kr. |
Um bókina
Mildred Lathbury tilheyrir hópi einhleypra kvenna sem stundum eru kallaðar gæðakonur. Það er alltaf hægt að leita til þeirra, þær eru alltaf til taks. Og enginn vandi vex þeim í augum. Þær láta aldrei á sér bera, þær eru gæðakonur. Allir virðast hafa fyrirfram mótaðar skoðanir á þeim og enginn leiðir hugann að því hvað kann að bærast innra með þeim.
Í þessu hrífandi meistaraverki enska skáldsagnahöfundarins Barböru Pym er gripið niður í líf Mildredar þegar hún eignast nýja nágranna, Napier-hjónin. Það er glæsibragur yfir þeim, en ekki er allt sem sýnist. Það eru erfiðleikar í hjónabandinu. Mildred veit að það er ekki við hæfi að taka afstöðu með öðrum aðilanum í slíkum efnum, þótt hún heillist ofurlítið af hinum unga Rockingham Napier . . .
Með ísmeygilegri fyndni sinni, nærfærnum lýsingum og snjöllum samtölum dregur Barbara Pym upp ómótstæðilega mynd af mannlífi hversdagsins.