Fuglar í náttúru Íslands

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 9.990 kr.
spinner

Fuglar í náttúru Íslands

9.990 kr.

Fuglar í náttúru Íslands
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 9.990 kr.
spinner

Um bókina

Fuglar himinsins hafa löngum verið okkur mönnum tákn frelsis og við höfum dáðst að fegurð þeirra, margbreytileika og undrast leyndardómana sem umlykja þá, því margt í lífsvenjum þeirra og hátterni er okkur enn hulið. Í þessari glæsilegu bók er lesandi leiddur inn í heillandi heim íslenskra fugla. Fjallað er um lifnaðarhætti þeirra og lífsskilyrði, sagt frá flugi, fæðuöflun, varpi og uppeldi unga, og lýst kjörlendi þeirra. Hér er í fyrsta sinn fjallað ítarlega á íslensku um hátterni fugla og þá er brotið blað með skipulagðri umfjöllun um sjálfa undirstöðu allrar fuglaverndar: búsvæðavernd. Í bókinni er jafnframt lýst sérhverri tegund íslenskra varpfugla í máli og myndum, og inn í þá frásögn er fléttað efni úr þjóðtrú og skáldskap. Bókin er prýdd miklum fjölda skýringamynda, teikninga og korta, en ekki síst eru ljósmyndir bókarinnar einstakar í sinni röð og má fullyrða að aldrei áður hafi birst á einni bók svo margar frábærar ljósmyndir af fuglum í leik og starfi.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning