Frásagnir af Íslandi ásamt óhróðri Göries Peerse og Dithmars Blefkens um land og þjóð

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2013 292 4.490 kr.
spinner

Frásagnir af Íslandi ásamt óhróðri Göries Peerse og Dithmars Blefkens um land og þjóð

4.490 kr.

Frásagnir af Íslandi ásamt óhróðri Göries Peerse og Dithmars Blefkens um land og þjóð
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2013 292 4.490 kr.
spinner

Um bókina

„Deilugjarnir og illviljaðir, hefnigjarnir, fláráðir og þrællyndir, óhófsamir, lostafullir og saurlífir, svikulir og þjófóttir. Hvaða ódyggða er ekki að vænta hjá fólki sem dvelst á eyðilegu landi og stundar sjó í ótakmörkuðu sjálfræði, án aðhalds samviskunnar, eftirliti og utanaðkomandi aga?“

Þannig lýsti Johann Anderson, borgarstjóri í Hamborg, Íslendingum í umdeildu riti sínu um land og þjóð sem gefið var út ytra 1746. Verkið birtist hér í fyrsta sinn á íslensku, auk andmæla Jóns Þorkelssonar, rektors Skálholtsskóla.

Í bókinni eru jafnframt endurprentaðar alræmdar Íslandslýsingar þeirra Göries Peerse og Dithmars Blefkens frá 16. öld. Öll þessi skrif eiga erindi um okkar daga þegar ímynd Íslands á alþjóðavettvangi er í brennidepli.

Már Jónsson og Gunnar Þór Bjarnason sáu um útgáfuna, þýddu og rituðu inngang.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning