Forstjóri dagsins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2008 | 765 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2008 | 765 kr. |
Um bókina
Ó, þú auðmjúki forstjóri!
Forstjóri dagsins hefur að geyma tólf póstkort með myndum af forstjóranum í amstri hversdagsins – að forstjórasið, að sjálfsögðu. Forstjóri dagsins er ómissandi í íslensku samfélagi. Maður sem lýtur sínum eigin lögmálum, djarfur í allri framgöngu og til hvers konar verka. Hann reis alskapaður upp úr umróti nýs árþúsunds og blómstraði á himnum eins og árþúsundsflugeldur svo að veröldin skipti litum. Allar götur síðan hefur hann sett mark sitt á tilveru samferðamanna sinna, verið skapandi afl og stungið vaxtarsprotum í frjóa jörð. Forstjóri dagsins lætur aldrei deigan síga þótt á móti blási. Hann er vinur vina sinna og óvinur óvina sinna. Staðfastur, hugprúður maður sem brosir framan í heiminn. Forstjóri dagsins lifir – ólíkt guði. Hann er, var og verður forstjóri.