Berlín 1938. Í hitamollu síðsumars stefnir Evrópa í stórstyrjöld vegna skilyrðislausrar kröfu Þjóðverja um full yfirráð í hinum þýskumælandi Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu. Í skugga þeirra stórviðburða gengur laus í Berlín fauti sem drepur eingöngu ljóshærðar og bláeygar táningsstúlkur. Vegna fyrri reynslu sinnar af raðmorðingjum er einkaspæjarinn Bernie Gunther fenginn til liðs við þýsku lögregluna og settur yfir teymi sem rannsakar hin óhugnanlegu dráp. En morðinginn er alltaf skrefinu á undan, eltingarleikurinn berst víða um Þýskaland og Gunther álpast á slóðir glæpamanna jafnt sem Gestapo-hrotta, inn á heimili vellauðugra ekkna sem syrgjandi mæðra, inn í hórukassa höfuðborgarinnar jafnt sem í höll heiðurshirðar SS. Og á miðilsfundi neyðist hann næstum til að halda í höndina á sjálfum Heinrich Himmler.