Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Flagsól
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 77 | 4.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2023 | 77 | 4.590 kr. |
Um bókina
Í þessari undurfallegu bók fáum við að kynnast leyndarlífi íslenskra sveppa. Raddir þeirra berast okkur úr skógarbotninum og vegkantinum, af trjábolum, greinum og steinum; við kynnumst sveppum sem skjóta, springa, seyta, fettast og brettast, trega og syrgja, daðra og elska. Melkorka Ólafsdóttir skáld og Hlíf Una Bárudóttir teiknari ljá sveppunum rödd og ásjónu.
2 umsagnir um Flagsól
embla –
„Ég dáist að hugmyndaauðgi Melkorku Ólafsdóttur að finna allar þessar sveppategundir, tengja útlit og hegðun þeirra við eitthvað djúpstætt í manneskjunni, í lífshlaupi okkar sem við tengjum öll við, og búa til listaverk. Þá eru teikningar Hlífar Unu Bárudóttur fullkomin viðbót við ljóðin, en það tekst ekki öllum að láta myndlist og orð ríma jafn vel og vinna saman og þessum tveimur listamönnum. Teikningar Hlífar eru draumkenndar en þó realískar, og einkenni sveppana sem ljóðmælandi dregur fram eru áberandi en ekki yfirgnæfandi.“
Sjöfn Asare / Lestrarklefinn
embla –
„Heimur sveppanna verður okkur nálægur og ná þær Melkorka og Hlíf Una að miðla þessari mögnuðu veröld á aðgengilegan en margræðan hátt. Þrátt fyrir að vera í kappi við að lesa allar bækur jólabókaflóðsins krafði Flagsól mig til að staldra við. Öll vitneskjan, tilfinningarnar og afar sterk tákn kveiktu í mér og naut ég þess að drekka í mig hverja síðu, hvert orð og hverja mynd.“
Eva Halldóra Guðmundsdóttir / Lifðu núna