Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Flækingurinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 365 | 3.590 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 365 | 3.590 kr. | ||
Rafbók | 2015 | 990 kr. |
Um bókina
Hrafn er mállaus piltur sem flækist um götur Reykjavíkur. Hann á hvergi heima og lifir á jaðri samfélagsins. Sú veröld sem hann hrærist í er harðneskjuleg og á stundum mörkuð ofbeldi og vímu, en þar dafnar líka einlæg vinátta og allt í kringum hann er blóðheitt fólk og sterkar tilfinningar: harmur, blíða, ást …
Flækingurinn er frásögn Hrafns af lífi sínu einn snjóþungan örlagavetur. Þetta er fjörlega skrifuð átakasaga; skörp og knýjandi greining á samfélagi, fólki og samböndum – saga sem kemur okkur við.
Kristín Ómarsdóttir hefur skrifað skáldsögur, smásögur, leikrit og ljóð og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir. Hún hefur þrívegis verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, seinast 2012 fyrir skáldsöguna Millu sem fékk mikið lof.
6 umsagnir um Flækingurinn
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Flækingurinn er að mörgu leyti ein aðgengilegasta saga Kristínar, án þess þó að höfundurinn slaki á þeim kröfum sem hún er vön að gera til lesenda sinna … Hún spilar á tóntegundir trega og gleði, andúðar og samúðar og blandar sinni sérstæðu útgáfu af hinu ævintýralega, án þess þó nokkurn tíma að tapa jarðtengingu við það sem kalla má veruleika … Kristín gerir allt í senn að heilla, skelfa og græta og gleðja.“
Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… það er alltaf eitthvað nýtt og óvenjulegt, fyndið eða skondið, gráglettið eða jafnvel kvikindislega fallegt, höfundur vinnur þannig með tungumálið að það verður ljóst að það er ekkert öruggt í því … Þetta er jarðbundin martröð sem verður fögur af því einu að fela ekki neitt og dæma ekki neitt. Sem er nokkurn veginn nákvæmlega það sem skáldsaga getur gert og á að gera.“
Gauti Kristmannsson / Víðsjá
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„…stór bók eftir stóran höfund … Kristín leikur sér með tungumálið eiginlega miklu meira en aðrir íslenskir höfundar. Það setur hana í ákveðinn sérflokk.“
Egill Helgason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Með því að vera svona skýr og nákvæm tekst henni að lýsa heimssýn sem er svo óvenjuleg … magnað verk … einstök rödd fyrir mállausan mann.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Kristín er einstakur höfundur … meistaralega gert … á mörkum óraunveruleika en samt alveg „brútallí“ raunsætt … Kristín er í algjörum sérflokki. Hún gerir þetta á svo snilldarlegan hátt að ég stoppaði hvað eftir annað á meðan ég var að lesa og reyndi að leggja þessar setningar á minnið … mjög flott!“
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Flækingurinn er afskaplega vel sögð saga. Ýkjukennd en raunsæisleg um leið, og hæfir sá frásagnarháttur vel þeim heimi sem lýst er, heimi fíknar, dauða og vonleysis … áhugaverð, frumleg og vel sögð saga um skuggahliðar samfélagsins.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið