Fjallabók barnanna – 20 gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 135 2.190 kr.
spinner

Fjallabók barnanna – 20 gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur

2.190 kr.

Fjallabók barnanna
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 135 2.190 kr.
spinner

Um bókina

Bókin er ætluð börnum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra. Á skemmtilegan hátt eru kynntar gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur sem henta börnum á aldrinum 6–16 ára. Alls er lýst 20 leiðum sem liggja á fjall, eða að minnsta kosti hæð eða hól. Farnar eru óhefðbundnar leiðir upp á Esjuna, farið út á Reykjanes og upp á Hellis- og Mosfellsheiði. Allar ferðirnar gekk höfundurinn með börnum sumrin 2008 og 2009, en í ferðirnar fóru tuttugu og tvö börn, átta fullorðnir og þrír hundar. Í bókinni eru einnig auðar síður ætlaðar lesendum til að setja inn efni um sínar eigin ferðir á viðkomandi svæði.

Sigrún Huld Þorgrímsdóttir er hjúkrunarfræðingur og fjögurra barna móðir. Gönguferðir um fjöll og firnindi hafa verið áhugamál hennar um áratuga skeið, auk þess sem hún hefur tekið að sér að stýra gönguhópum. Hún hefur því mikla reynslu af að kynna náttúruskoðun og útivist fyrir fólki á ýmsum aldri. Hugmyndin að bókinni kviknaði í samstarfi við Hallgerði Gísladóttur, vinkonu hennar, en Hallgerður lést fyrir aldur fram árið 2007. Bókin er tileinkuð minningu hennar. Áður hefur Sigrún Huld sent frá sér bókina Þegar amma var ung. Mannlíf og atburðir á Íslandi 1925-1955.

Salka gefur út.

Tengdar bækur

5.890 kr.
2.990 kr.
5.490 kr.
4.490 kr.
4.490 kr.
3.890 kr.
3.990 kr.
Dagbók-barnsins
4.990 kr.
JolaKlubburinn_forsida
3.690 kr.

INNskráning

Nýskráning