Fimmtíu skugga pakki – 3 kiljur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Pakkar | 2013 | 690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Pakkar | 2013 | 690 kr. |
Um bókina
Allar þrjár kiljurnar saman í pakka.
Rómantískur, frelsandi og ávanabindandi sagnaflokkur sem heltekur lesandann og lifir með honum. Þegar Anastasia Steele leit fyrst í augu Skuggans síns – hrokafulla milljónamæringsins Christians Grey – kviknaði á svipstundu eldheitt bál ástar og losta sem engin leið var að slökkva. Ana veit frá fyrsta degi að sambandið við Christian verður aldrei auðvelt og hindranirnar sem þau þurfa að glíma við eru óvæntar og framandi fyrir þau bæði.
Fimmtíu gráir skuggar
Í miðjum lokaprófum í háskólanum neyðist Anastasia Steele til að gera hlé á lærdómnum og taka viðtal við forríkan viðskiptajöfur fyrir stúdentablaðið. Henni til furðu er Christian Grey ungur og glæsilegur, og heillar hana við fyrstu sýn þó að hann virðist bæði hrokafullur og gersamlega ósnertanlegur. Fljótlega kemur í ljós að hrifningin er gagnkvæm. En Christian Grey er ekki allur þar sem hann er séður og sumt sem hann þráir getur Anastasia varla ímyndað sér. Eftir því sem eldheitt samband þeirra þróast uppgötvar hún æði margt um sínar eigin þrár og þau myrku leyndarmál sem Grey býr yfir . . .
Fimmtíu dekkri skuggar
Anastasia Steele hefur sagt skilið við glæsimennið Christian Grey vegna þeirra dökku skugga sem fylgja honum hvert fótmál og hafið störf hjá bókaútgáfu. En hún hugsar um hann öllum stundum og þegar hann hefur samband við hana bresta varnir hennar fljótt. Þau taka að nýju upp eldheita ástaleiki þar sem þau færast sífellt nær háskanum sem Anastasia hafði áður flúið. Hún kemst smátt og smátt að leyndardómum Christians. Hann berst við sína innri djöfla en Anastasia þarf að takast á við reiði og afbrýðisemi kvenna úr fortíð hans, um leið og hún uppgötvar eigin þrár og langanir sem koma henni í opna skjöldu. Fyrr en varir þarf hún að taka mjög stóra ákvörðun – en ógnin bíður handan við hornið . . .
Fimmtíu skuggar frelsis
En ástin sigrar alla raun og þegar hér er komið sögu blasir framtíðin við elskendunum, björt og fögur. Þá birtast blikur á lofti sem gera verstu martraðir Anastasiu að veruleika … Fimmtíu skuggar frelsis er þriðja og síðasta bókin í þríleik E L James um kitlandi ástríður og litróf grárra skugga sem hefur slegið vinsældamet um allan heim.
Ásdís Guðnadóttir þýddi.