Ferðalag í flughálku – Unglingar og ADHD
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 80 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 80 | 3.390 kr. |
Um bókina
ADHD samtökin gefa út bókina Ferðalag í flughálku – Unglingar og ADHD eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi forstöðumann á Stuðlum. Höfundur tileinkar bókina starfsfólki og skjólstæðingum Meðferðarstöðvar ríkisins að Stuðlum.
Höfundi bókarinnar þótti skorta bók um ADHD og unglinga. Nafnið vísar til þess að unglingur með ADHD þarf að feta hálar brautir unglingsáranna og komast heill í höfn.
Tilgangur bókarinnar er að reyna að svara að einhverju leyti algengum spurningum um ADHD. Hún er skrifuð fyrir foreldra, kennara og ekki síst fyrir unglingana sjálfa. Fjallað er um ADHD og áhrif röskunarinnar á líf unglingsins, fjölskyldu hans og nám. Þá er lögð áhersla á samskipti unglings við foreldra, kennara og aðra fullorðna.
Fjallað er um sjálfsmynd unglinga, hegðunarvanda og þau vandamál sem oft fylgja unglingum með ADHD heima og í skóla. Loks er bent á leiðir til að draga úr neikvæðum
áhrifum ADHD á unglinga, fjölskyldur þeirra og skólagöngu.