Ferðahandbók fjölskyldunnar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2007 990 kr.

Ferðahandbók fjölskyldunnar

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2007 990 kr.

Um bókina

Það er gaman að fara í ferðalög og þau styrkja fjölskylduböndin. Þau eru líka fræðandi og efla virðingu, vitund og tilfinningu fólks fyrir landinu, umhverfinu og mannlífinu. Allir sem hafa ferðast með börn og unglinga vita að það gilda önnur lögmál um ferðalög með ungmennum en fullorðnum. Það þarf að skipuleggja nokkuð vel ferðalagið sjálft, áfangastaði og nestisstopp og nauðsynlegt er að gera ráð fyrir alls kyns óvæntum uppákomum.

Ferðahandbók fjölskyldunnar er samin með þetta í huga. Höfundar Ferðahandbókar fjölskyldunnar hafa samanlagt unnið áratugi við ferðaþjónustu á Íslandi, meðal annars við að skipuleggja ferðir um landið fyrir útlendinga. Sú reynsla nýttist þeim vel við vinnslu bókarinnar, ekki síður en að ferðast með fjölskyldu sína. Þau lögðu land undir fót með það í huga að velja áhugaverða og fjölskylduvæna staði þar sem börn gætu unað sér í guðsgrænni náttúrunni og ákváðu jafnframt að það mætti ekki kosta neitt að upplifa þessa staði. Markmið þeirra er að fá fólk til að skoða, upplifa og njóta – og slaka á. Staðirnir sem urðu fyrir valinu eru flokkaðir eftir landshlutum og farið réttsælis í kringum landið, byrjað á Akranesi og endað á suðvesturhorninu. Umfjölluninni er skipt í nokkra efnisflokka:

  • fyrir börnin þar sem sérstaklega er hugað að áhugasviðum yngstu ferðalanganna
  • áhugaverður staður sem getur verið í grenndinni eða nokkuð frá aðalstaðnum
  • gönguleið þar sem bent er á miserfiðar en skemmtilegar leiðir
  • söguhornið sem inniheldur sögulegan fróðleik
  • molar og forvitnilegt sem fjalla ýmist um dýr og plöntur eða annað áhugavert sem tengist svæðinu.

Skilin milli flokkanna eru auðvitað ekki alltaf jafn skýr en gefa þó ákveðna vísbendingu um áherslur. Auk þess má nefna að sumir molarnir geta átt við marga staði, eru sem sagt ekki endilega einkennandi fyrir einn stað umfram annan. Í borða efst á síðunum er annars vegar Íslandskort þar sem staðirnir eru merktir með litlum punkti og hins vegar rammi með tilvísun í viðeigandi blaðsíðutal í Kortabók Máls og menningar. Í borðunum neðst á síðu er síðan að finna gps-hnit fyrir valda staði. Hér er komin Ferðahandbók þar sem yngstu ferðalangarnir sitja í öndvegi.

Tengdar bækur

2.290 kr.
3.390 kr.4.990 kr.
3.290 kr.
3.590 kr.
3.390 kr.
3.690 kr.5.490 kr.
Predators_kapa_1400 x 2024
1.490 kr.

INNskráning

Nýskráning