Fávís mær
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 213 | 1.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 213 | 1.790 kr. |
Um bókina
Hin tólf ára gamla Gittel býr með foreldrum sínum í Haag en hjónaband þeirra er ekkert sérlega farsælt. Alltaf þegar móðir hennar fær nóg rjúka þær mæðgur til ættingja í Antwerpen. Þar kynnist hin unga Gittel Mardell-fjölskyldunni sem leyfir henni að æfa sig á Steinway-flygilinn. Hún vingast við hina þrítugu heimasætu, Lucie, en kynnist svo í fyrsta sinn svikum og prettum.
Þetta er mögnuð lýsing á tíðaranda millistríðsáranna. Í sakleysislegri sögunni er margt ósagt, sem þó lifnar við í huga lesandans. Bókin kom fyrst út árið 1959 en nýverið uppgötvuðu útgefendur um allan heim þessa heillandi sögu og kemur hún nú út á fjölda tungumála. Jóna Dóra Óskarsdóttir þýddi úr hollensku.
„Jane Austen Antwerpen.“
Trouw
„Sannkallaður gálgahúmor og hreinræktuð frásagnargleði.“
Dagens Næringsliv