Ertu vakandi herra Víkingur?
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 405 | 5.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2017 | 405 | 5.190 kr. |
Um bókina
Þorleifur minnist barnæskunnar á Norðfirði, þar á meðal atvika sem voru undanfari Breiðavíkurvistar níu ára gamals ofvirks drengs og lýsir á opinskáan hátt veru sinni á drengjaheimilinu sem hvergi hefur áður verið skráð. Þorleifur flutti með fjölskyldu sinni í hópi átta systkina til Ástralíu 1969 ellefu ára gamall.
Hreinskilnar frásagnir hans gefa lesanda innsýn í aðlögun að nýjum veruleika og hvernig alkóhólismi, ásamt tungumálaerfiðleikum, heimþrá og því að finna sig ekki í ókunnugri menningu fór að lokum með föður hans.
Sjálfur leitar hann uppi ævintýri og lifir litríku lífi bæði fyrir og eftir stofnun fjölskyldu, menntast sem vélvirki, gerist gullgrafari í Queensland um skeið, og vinnur langtímum saman erlendis, í Afríku og Indónesíu. Hvar sem hann fer kynnir hann sér menningu innfæddra af ástríðu og skilar upplifunum sínum í eftirminnilegum frásögnum.
Saga hans er samofin sögu fjölskyldunnar sem bjó á Norðfirði en flutti hinum megin á hnöttinn; sem þrátt fyrir áfengisvanda foreldranna, flókna móður og oft á tíðum kröpp kjör hefur sýnt aðdáunarverða samstöðu. Í bókinnin er myndakafli úr lífi Þorleifs og stórfjölskyldunnar.
Þorleifur er sögumaður af Guðs náð. Með einlægri og kíminni frásögn byggir hann brú milli Íslands og Eyjaálfu.