Enjoy – verði þér að góðu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 1.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 1.190 kr. |
Um bókina
Veitingahúsavísir á ensku um Reykjavík. Feðginin Helga Sigríður Aradóttir og Ari Trausti Guðmundsson þekkja reykvíska veitingastaði mjög vel og miðla til ferðamannsins af reynslu sinni. 32 veitingastaðir í borginni eru kynntir og allir hafa þeir það sameiginlegt að bjóða upp á góðan mat. Í bókinni er að finna grunnupplýsingar um hvern veitingastað fyrir sig, s.s. verð, matreiðslumenn, afgreiðslutíma og sérstöðu staðarins. Einnig er stutt umfjöllun um staðinn, en tekið skal fram að ekki er um gagnrýni að ræða.
Stórar og glæsilegar litmyndir prýða bókina sem teknar voru af ljósmyndurunum Ragnari Th. Sigurðssyni og Ólafi Þórissyni. Helga Sigríður Aradóttir er arkitekt og er nú í námi við hönnunarstjórnun í París og Ari Trausti er landsmönnum vel kunnur, en hann er jarðfræðingur og sjónvarpsmaður sem hefur gefið út hinar ýmsu bækur.
Salka gefur út.