Emil í Kattholti
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 409 | 3.520 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 409 | 3.520 kr. |
Um bókina
Emil hét strákur sem átti heima í Kattholti í Smálöndum. Hann var svo dæmalaust fríður að hann leit helst út fyrir að vera algert englabarn. En enginn skyldi ímynda sér það því að Emil gerði fleiri skammarstrik en dagarnir eru í árinu. Eftir verstu óknyttina þurfti hann að dúsa í smíðaskemmunni þar sem hann dundaði sér við að tálga spýtukarla. Mamma Emils skráði skammarstrikin í bláar stílabækur sem á endanum fylltu heila kommóðuskúffu og spýtukarlarnir urðu 369 talsins áður en yfir lauk. En Emil gerði líka margt gott og það má segja honum til hróss að hann gerði aldrei sama skammarstrikið nema einu sinni!
Hér eru allar sögurnar um Emil saman komnar í einni bók, Emil í Kattholti, Ný skammarstrik Emils í Kattholti og Enn lifir Emil í Kattholti, í frábærri þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur.