Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Eldaðu maður!
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 1.695 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 1.695 kr. |
Um bókina
Eldaðu maður er bráðskemmtileg matreiðslubók fyrir karlmenn. Bókin er aðgengileg með flottum myndum og geymir ýmis leyndarmál sem breyta venjulegum uppskriftum í heilt ævintýri. Auðveldar uppskriftir að forréttum, aðalréttum og eftirréttum.
- Í bókinni eru uppskriftir að forréttum, aðalréttum og eftirréttum.
- Fyrst lærir þú nokkra auðvelda rétti og smátt og smátt nærð þú tökum á eldamennsku eins og hún gerist best.
- Þú lærir að töfra eiginkonuna eða kærustuna (kærastann) upp úr skónum með ekta matseld við öll tækifæri.
- Þú lærir öll réttu handtökin við sósurnar, skreytingarnar, meðlætið, kryddið, olíurnar, grænmetið, steikinguna, suðuna, hráefnið – en bara það mikilvægasta.
- Með því að tileinka þér þekkinguna í þessari bók getur þú tekið að þér að elda fyrir elskuna þína, fjölskylduna, vinahópinn, veiðifélagana og hvern sem er.
- Bókin opnar þér nýjan heim og gefur þér áræðni til að takast á við enn flóknari uppskriftir og matseld. Helsta ástæða þess að karlmenn elda ekki heima hjá sér er sú að þeim finnst uppskriftir of flóknar.
- Í þessari einstöku bók eru einfaldar uppskriftir með einföldum nöfnum sem miðast við hráefni sem fæst í öllum matvöruverslunum.
Einfaldara getur það ekki orðið.
Salka gefur út.