Ekkert fokking klúður
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2009 | 461 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2009 | 461 | 990 kr. |
Um bókina
Það er bara ein leið: Áfram. Öllum hindrunum er rutt úr vegi, hratt og án miskunnar. Þetta lögmál gildir í undirheimum Stokkhólms, sett af leiðtoga leiðtoganna, Radovan Kranjic. Sá sem vill komast áfram þarf að bera virðingu fyrir hr. R. Thomas Andrén er löggan sem snýr vörn í sókn gegn kerfinu öllu – Mahmud al-Askori er úthverfastrákurinn sem vill taka ráðin yfir eigin tilveru í sínar hendur – Niklas Brogren er málaliðinn sem leggur upp í sitt persónulega stríð gegn samfélaginu. Allir þrír dragast inn í þyngdarsvið Radovans, skuggaveröld Stokkhólms. Hér er ekkert ógerlegt, hér er allt til sölu – en verðið getur orðið hátt, allt of hátt.
Ný spennusaga eftir Jens Lapidus, höfund metsölubókarinnar Fundið fé sem er ein af mest seldu bókunum í Svíþjóð á síðustu árum.
2 umsagnir um Ekkert fokking klúður
Kristrun Hauksdottir –
„…grimmur og flottur krimmi…“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Kristrun Hauksdottir –
„Hörkukrimmi …Þetta eru miklar aksjón-bókmenntir og lýsa nær einvörðungu sýn karlmanna, missýn þeirra á sjálfa sig og alla í kringum þá. Jens er flinkur sögumaður, hann byggir spennuna upp af miklum gáfum, samtímalýsing hans á Stokkhólmi og nærliggjandi úthverfum kann mörgum að þykja að stingi í stúf við kunnuglegustu mynd af hinni stilltu sósíaldemókratíu en lesi menn sænsku pressuna að staðaldri ætti fátt hér að koma á óvart: Svíar eru í miklum vandræðum.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið