Eitt andartak

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2024 78 3.090 kr.
spinner

Eitt andartak

3.090 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2024 78 3.090 kr.
spinner

Um bókina

Ljóðabókin skiptist í fjóra hluta sem heita Traust, Von, Þakklæti og Friður himinsins. Ljóð Höllu eru áhrifamikil í einfaldleika sínum. Orðin eru hlaðin djúpri merkingu, ýmist með einföldum tilvísunum til hins hversdagslega lífs eða til æðri máttarvalda. Hugsun þeirra er meitluð og hnitmiðuð en lesandi verður ekki var við það því að hvert ljóð er svo fagurlega ort og innri hugsanir skáldkonunnar streyma sem lygn á.

Höfundurinn er hógvær og einlæg í ljóðum sínum. Sér sinn eigin vanmátt en sækir traustan styrk sinn í trúna. Mörg ljóðanna eru eins og samtöl vinkonu við almættið, einlæg samtöl og skáldkonan talar lágum rómi í ljóðunum og hlustar vandlega án þess að grípa framm í. Ljóð Höllu hafa áhrif því að þau eru full af visku og kærleika til manna og elsku til lífsins.
Manneskjan lifir í hversdeginum og það kemur mjög víða fram í ljóðum Höllu. Hversdagurinn er vettvangur manneskjunnar og færir henni það sem bæði er súrt og sætt. Ljóðskáldið horfir til þess jákvæða sem dagurinn gefur og auðsýnir þakklæti því hversdagurinn er stærsta ævintýri lífsins í mótlæti og meðbyr.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Eitt andartak”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

5.890 kr.
friðsemd
4.290 kr.7.290 kr.
3.090 kr.
2.290 kr.
4.190 kr.
3.590 kr.
4.090 kr.
7.290 kr.

INNskráning

Nýskráning