Eitt Þúsund Tungumál

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 4.890 kr.
spinner

Eitt Þúsund Tungumál

4.890 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 4.890 kr.
spinner

Um bókina

Í þessari bók er farið í mikla heimsreisu, þar sem lesandinn kynnist eitt þúsund tungumálum sem töluð eru víðsvegar um jarðarkringluna, kannar bakgrunn þeirra, sögu, tengsl og sérkenni. Tungumál heimsins segja okkur lifandi menningarsögu.

Íbúar jarðarinnar tala hátt í sjö þúsund tungumál. Misjafnt er hversu margir eiga sér sama móðurmál, þeir geta skipt hundruðum milljóna eða verið taldir á fingrum annarrar handar. Tungumálin eiga samt öll sameiginlegt að búa yfir ríkulegum orðaforða sem lýsir landsháttum, menningu, gjörðum og tilfinningum. Áður fyrr voru tungumálin mun fleiri og enn fer þeim ört fækkandi. Talið er að þau verði aðeins um 3000 talsins um miðja þessa öld.

Tungumálunum er skipað niður í kafla eftir heimsálfum og notendafjölda. Einnig er fjallað um mál sem hafa horfið eða eru í útrýmingarhættu. Bókin er afar ríkulega myndskreytt; ljósmyndir, landakort og skýringarmyndir gera efnið bæði aðgengilegt og skemmtilegt.

Baldur Ragnarsson íslenskaði.

Opna gefur út.

Tengdar bækur

3.790 kr.
4.290 kr.7.690 kr.
íslensku animals / icelandic dýrin
3.190 kr.
3.890 kr.
2.990 kr.
3.990 kr.

INNskráning

Nýskráning