Einmana
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 254 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2024 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2024 | 254 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2024 | 3.690 kr. |
Um bókina
Öll finnum við fyrir einmanaleika einhvern tíma á lífsleiðinni. Sum upplifa hann aðeins tímabundið, hjá öðrum er hann viðvarandi en hann snertir líf okkar allra með einhverjum hætti. Í Einmana – tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar fjallar Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir um einsemdina frá fjölmörgum hliðum. Hún skoðar hver eru einmana, hvenær og af hverju en leitast líka við að varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum. Í bókinni leitar Aðalbjörg víða fanga, hún fjallar um rannsóknir og skrif fræðimanna, kannar birtingarmyndir einsemdarinnar í fjölmiðlum, listum og dægurmenningu auk þess sem hún gerir raunverulegri reynslu einmana fólks skil. Útkoman er fróðlegt rit um mikilvægi tengsla og þá merkingu sem hægt er að finna í lífinu þrátt fyrir einmanaleika.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar