Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Ég þori! Ég get! Ég vil!
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 4.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 4.790 kr. |
Um bókina
Vera og mamma hennar eru á leið í göngu en ekki hvaða göngu sem er því að það er kvennafrí. Mamma segir Veru frá 24. október 1975, deginum þegar íslenskar konur tóku sér frí, gengu út af heimilum sínum, skólum og vinnustöðum og kröfðust jafnréttis og breytinga.
Þær sungu hástöfum: Já, ég þori, get og vil! Þær þorðu, gátu og vildu og hvöttu um leið stúlkur og konur til að standa saman og gera breytingar, ekki bara í heimalandi sínu, heldur um allan heim.
Linda Ólafsdóttir er margverðlaunuð fyrir bækur sínar og hefur getið sér gott orð fyrir verk sín innan og utan landsteinanna. Þessa bók gaf hún fyrst út í Bandaríkjunum en þýddi fyrir íslenska lesendur.
4 umsagnir um Ég þori! Ég get! Ég vil!
embla –
„Barátta íslenskra kvenna fyrir auknu jafnrétti hefur ratað á bók sem ætluð er börnum, Ég þori! Ég get! Ég vil! Höfundur mynda og texta er Linda Ólafsdóttir. Sagan er sögð með heillandi og merkingarþrungnum myndum og texta þar sem móðir rifjar upp og dóttir spyr spurninga. Frásögn af kvennafrídeginum 1975 kallast á við 24. október þessa árs og sýnir að enn þarf að berjast. Fallegt verk með skemmtilegum myndum og stuttum, hnitmiðuðum texta sem bæði uppfræðir og skemmtir.“
Umsögn dómnefndar Fjöruverðlaunanna
embla –
„Mér finnst þessi bók skemmtilega skrifuð og teikningarnar eru fallegar og þær segja í raun meiri sögu en textinn sjálfur, það er hægt að skoða þessar litríku myndir aftur og aftur og sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi.“
Lísa Vésteinsdóttir Solís, 11 ára / Heimildin
embla –
„Bókin er einföld og aðgengileg en samt stútfull af fróðleik, myndinar fyndnar, fallegar og spennandi að skoða og aftast eru nánari skýringar, ljósmyndir og ítarlegri texti fyrir þau sem eru lengra komin í lestri en líka til að svara spurningum forvitinna barna sem vilja vita meira þegar lestri bókarinnar er lokið.“
Brynhildur Björnsdóttir / Heimildin
embla –
„Vandað hefur verið til verka við að segja söguna á aðgengilegan hátt, myndirnar eru framúrskarandi og er bókin mjög falleg, jafnframt eru stuttar setningar á hverri síðu svo auðvelt er að halda athygli yngri lesenda.“
Sæunn Gísladóttir / Lestrarklefinn