Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Ég er hér
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 68 | 3.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 68 | 3.890 kr. |
Um bókina
Sagt er að þeir sem unna vorinu þekki veturinn. Við erum í hjóli þjáningarinnar. En þetta eru ekki slæm tíðindi.
Ég boða yður mikinn fögnuð: við erum á lífi og reykelsisangan leggst yfir líkt og þyrnigerðið sem hóf sig hátt.
Mig þyrstir.
Hér yrkir Soffía Bjarnadóttir um fegurð og grimmd ástarinnar sem umbreytingarafls. Um tíma, dauða og endurfæðingu. Ljóðin spanna ástarsögu, hringrás, eyðingu, ljóðaljóð og límonaði frá kviku jarðar. Soffía hefur áður sent frá sér skáldsöguna Segulskekkju og ljóðabókina Beinhvíta skurn. Bókina prýða teikningar eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson.
5 umsagnir um Ég er hér
Árni Þór –
„Blóð, bein, jörð og hyldýpi eru undirstöður myndanna í mörgum ljóðanna en í öðrum er ofbeldi eða ofsi þótt þar sé ástin umfjöllunarefni, endurfæðing eða nýr dagur. Bókin er snilldarlega myndskreytt og ein af þeim sem þarf að lega aftur og aftur …“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„Soffía hefur mjög gott vald á málinu og orðin verða mjög kröftug hjá henni. Myndmálið er mjög sterkt …“
Egill Helgason / Kiljan
Árni Þór –
„Sterkt myndmál … dramatískt og einkalegt … Þarna er höfundur sem hefur greinilega mikla hæfileika.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Árni Þór –
„Ég er hér, er einarður og kröftugur ljóðabálkur, um ást, sársauka og ummyndun á öllum tímum. Í bókarlok hefur vakning átt sér stað og endurfæðing orðið.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Víðsjá
Árni Þór –
„Las þessa bók í einum rykk. Stórgóð fyrsta bók. Frumleg og með sveiflu í stílnum.“
Sjón (um Segulskekkju)