Eddukvæði í öskju
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 444 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 444 | 3.390 kr. |
Um bókina
Eddukvæði eru ómetanlegur ljóðarfur með rætur í munnlegri hefð úr heiðni. Þau fjalla um norræn goð – með Óðin og Þór, Frigg og Freyju, Baldur og Loka í aðalhlutverkum – og germanskar hetjur á borð við ástarþríhyrninginn Brynhildi Buðladóttur, Sigurð Fáfnisbana og Guðrúnu Gjúkadóttur. Kvæðin eru í senn ævaforn og sífersk að efni, tungutaki og skáldskap.
Hér segir af upphafi heimsins og ragnarökum í Völuspá, Hávamál geyma sígilda visku um mannlega breytni og síðan taka við leikræn helgiljóð, gamanbragir um goðin og áhrifamiklar ástar- og bardagasögur frá sjónarhorni beggja kynja.
Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor bjó kvæðin til útgáfu með nútímastafsetningu og ritar ýtarlegan inngang ásamt greinargóðum skýringum og eftirmála við hvert kvæði. Þá fylgir skrá um nöfn persóna og staða.
„Eddukvæðin í öskju er falleg útgáfa, smekkleg og vel úr garði gerð.“