Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Drengurinn með ljáinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 2.690 kr. | Setja í körfu | |
Innbundin | 2022 | 383 | 4.890 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 2.690 kr. | Setja í körfu | |
Innbundin | 2022 | 383 | 4.890 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 2.990 kr. |
Um bókina
Daginn sem Hallur er hársbreidd frá dauðanum breytist allt. Hann verður drengurinn með ljáinn. Á sama tíma þarf hann að útvega endalausa leikmuni fyrir skólasöngleikinn, reyna að hugsa sem minnst um kossinn í enda hans og forðast ákveðinn bekkjarfélaga eins og heitan eldinn. Drengurinn með ljáinn er sköpunarverk metsöluhöfundarins Ævars Þórs og bróður hans, Sigurjóns; hröð og grípandi ungmennasaga prýdd fjölda mynda.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 5 klukkustundir og 27 mínútur að lengd. Höfundur les.
Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:
3 umsagnir um Drengurinn með ljáinn
embla –
„Ævar ber virðingu fyrir umfjöllunarefni sínu og lesendum og maður getur ekki annað en verið þakklátur fyrir að hér á landi starfi svona frjóir höfundar sem svara kalli þyrstra lestrarhesta.“
Ingibjörg Iða Auðunardóttir / Morgunblaðið
embla –
„Drengurinn með ljáinn er gullfalleg en hrollvekjandi saga af dreng sem þarf að axla mikla ábyrgð. Tilfinningarík unglingabók með mögnuðum myndheimi og grípandi söguþræði.“
Katrín Lilja / Lestrarklefinn
embla –
„Hún er skrifuð af hlýju, alúð og virðingu fyrir lesendahópnum. Þessir eiginleikar eru ekki gefin breyta þegar kemur að skrifum bóka fyrir börn og unglinga.“
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir / Stundin