Drengurinn í Mánaturni
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2001 | 172 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2001 | 172 | 990 kr. |
Um bókina
Fáeinum árum eftir að hvirfilbylurinn gekk yfir og fiskum og appelsínum rigndi af himni kom faðir Anwars litla heim með skrýtinn brúnan kassa sem gat bæði talað og sungið. Útvarpið var komið til Magdaluna, litla þorpsins í Líbanon þar sem tíminn hafði aldrei skipt máli.
Á óvenju hispurslausan hátt rekur Anwar Accawi æskuminningar sínar úr Magdaluna – Mánaturni. Töfrar lífsins birtast í ilminum af nýpressuðum ólífum, ólgandi lindarvatni og því litríka fólki sem leiddi hann fyrstu sporin á jörðinni. Í fjörugri og fyndinni frásögn lýsir hann því hvernig galdratæki nútímans, útvarpið, síminn og svarti vagninn, sem enga hesta þurfti til að draga, gjörbreyta veröld þorpsbúa á einum áratug, heilla þá og seiða, en grafa þeim líka gröf – uns þorpið heyrir sögunni til.
Yfir sögu drengsins í Mánaturni hvílir tregi þess manns sem átti eftir að sjá tilveru þjóðar sinnar fótum troðna í langærri styrjöld. Á rústum þorpsins öðlast minningin um liðna tíð nýtt líf – staðbundið og alþjóðlegt í senn.