Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2020 | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Lögreglumaðurinn Harry Lyon er með báða fætur á jörðinni. Hann vill leysa öll mál með skynsemi og rökvísi að leiðarljósi. Dag einn neyðist hann til að skjóta mann. Í sama mund stendur óhugnanlegur útigangsmaður fyrir framan hann og endurtekur í sífellu orð sem ásækja Harry svo fast að hann er við það að missa vitið:
„Tikk-takk, tikk-takk. Eftir sextán klukkustundir verður þú dauður! … Tikk-takk … Dauður fyrir dögun … Dauður fyrir dögun.“
Við tekur æsileg atburðarás þar sem Harry reynir í kapp við tímann að koma í veg fyrir að áhrínsorðin rætist.
Dean Koontz er einn þekktasti spennusagnahöfundur heims. Bækur hans hafa selst í yfir 500 milljónum eintaka og verið þýddar á um 40 tungumál.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 15 klukkustundir og 21 mínútur að lengd. Þórunn Hjartardóttir les.
4 umsagnir um Drekatár – hljóðbók
Elín Pálsdóttir –
„Frábær saga … Metnaðarfyllsta bók Dean Koontz.“
Columbus Dispatch
Elín Pálsdóttir –
„Magnaður endir.“
People
Elín Pálsdóttir –
„Lýsingar Koontz minna á Dickens og fáir skáldsagnahöfundar standast honum snúning í að fá okkur til fletta í ofvæni frá einni blaðsíðu til þeirrar næstu.“
Los Angeles Times
Elín Pálsdóttir –
„Koontz er alveg sér á parti,“
Associated Press