Dóttir veðurguðsins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 116 | 2.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 116 | 2.590 kr. |
Um bókina
Þegar faðir nefnir börnin sín Blær, Logn og Stormur, er þá nokkuð annað hægt en að kalla hann Veðurguð? Það finnst ömmu Komma allavega ekki.
Blær fær dagbók í skóinn frá Bjúgnakræki sem hún heldur að hún eigi alls ekki eftir að hafa gaman af að skrifa í. En annað kemur á daginn og ýmislegt ratar í dagbókina:
– Blær kvíðir jólaskemmtuninni í skólanum þar sem pabbi hennar ætlar að koma fram og syngja.
– Hún tekur þátt í undirbúningi fyrir kaþólskt brúðkaup bróður síns og Li Ang sem kom alla leið frá Norður-Kóreu til Íslands.
– Mamma sækir hana á náttfötunum innan undir kápunni í skólann þá daga sem hún er heima að læra undir heimspekina í háskólanum.
– Það skemmtilegasta sem Blær gerir er að leika við vinkonu sína hana Bríeti sem spilar svo undurfallega á píanó.
Til að fræðast meira um dóttur Veðurguðsins, verður þú að lesa dagbókina hennar, þú mátt það sko alveg.