Dimma
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2015 | 1.490 kr. | |||
Geisladiskur | 2015 | Mp3 | 99 kr. | ||
Innbundin | 2015 | 263 | 3.190 kr. | ||
Kilja | 2020 | 263 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2015 | 1.490 kr. | |||
Geisladiskur | 2015 | Mp3 | 99 kr. | ||
Innbundin | 2015 | 263 | 3.190 kr. | ||
Kilja | 2020 | 263 | 3.490 kr. |
Um bókina
Lögreglufulltrúinn Hulda rannsakar síðasta sakamálið sitt áður en henni er gert að hætta störfum fyrir aldurs sakir, 64 ára gömul.
Ung kona, hælisleitandi frá Rússlandi, finnst látin á Vatnsleysuströnd og bendir ýmislegt til þess að hún hafi verið myrt. Engum er hægt að treysta og enginn segir allan sannleikann. Hörmulegir atburðir úr fortíð Huldu sækja á hana og hún gerir afdrifarík mistök við rannsóknina sem hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Ragnar Jónasson er einn fremsti spennusagnahöfundur þjóðarinnar og hefur hann vakið mikla athygli erlendis. Meðal annars sat bók hans, Snjóblinda, í efsta sæti metsölulista í Bretlandi og Ástralíu, fyrst íslenskra skáldsagna.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
1 umsögn um Dimma
Elín Edda Pálsdóttir –
„Dimma heldur manni frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu.“
– Katrín Jakobsdóttir