Dauðaengillinn: Louise Rick #6
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 300 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 300 | 990 kr. |
Um bókina
Kynslóðum saman hefur hin vellauðuga Sachs-Smithfjölskylda haldið því kyrfilega leyndu að í hennar fórum er aldagömul og ómetanleg steinglersmynd; Dauðaengillinn.
Það er því áfall þegar myndin hverfur og ekki bætir úr skák að lögreglan tilkynnir fjölskyldunni að lát móðurinnar nokkru fyrr hafi ekki verið sjálfsvíg heldur sé nú til rannsóknar sem morð.
Um sama leyti vinnur Louise Rick að máli konu sem týndist í sólarlandaferð og lögreglan telur jafnvel að hafi látið sig hverfa til að hefja nýtt líf. Þegar svo önnur kona hverfur á sömu slóðum er Louise ekki lengur í neinum vafa; konunum tveimur hefur verið rænt eða þær myrtar.
Smám saman rennur upp fyrir henni að mál Dauðaengilsins og hvarf kvennanna tengjast…
Árni Óskarsson og Magnús Sigurðsson þýddu.