Dæs
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 320 | 6.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 320 | 6.290 kr. |
Um bókina
Árið 2020 var ótrúlegt ár. Lóa Hjálmtýsdóttir, sem aldrei stendur við áramótaheit, ákvað að teikna eina mynd á dag á árinu á tilraunastofu sinni. Aldrei hafði hana grunað hvað árið myndi bera í skauti sér – og að það væri hlaupár í þokkabót! Myndirnar 366 spegla sameiginlega reynslu samfélags í samkomubanni – og við megum leyfa okkur að hlæja smá. Bæði að því sem er fyndið og því sem er óþolandi og óbærilegt. Og ekki síst að okkur sjálfum.
Lóa Hjálmtýsdóttir er myndlistarkona, teiknari, myndskreytir, myndasöguhöfundur, skopmyndateiknari, söngkona, grínhöfundur og karókístjórnandi.
Í höndum listakonunnar Lóu og tilraunastofu hennar verður allt fyndið. Það er ekki alltaf auðvelt að koma auga á skoplegar hliðar samfélagsins og sjálfs sín. Og þá er gott að eiga að sérstaka rannsóknarstofu í fyndni, Lóaboratoríum.
-Úlfhildur Dagsdóttir