Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 152 | 1.695 kr. |
Um bókina
Ef þú færð nóg D-vítamín byggirðu upp varnarkerfi líkamans og leggur grunn að góðri heilsu. Allar frumur, vefir og líffæri þarfnast þess til að framkvæma ýmsar lífsnauðsynlegar aðgerðir.
D-vítamín er ekki dæmigert fjörefni. Við fáum ekki alltaf nægilegt magn þess úr fæðunni, enda verður það fyrst og fremst til fyrir áhrif sólarljóssins á húðina. Ef við njótum ekki nægilega mikillar sólar geta fæðubótarefni komið að gagni.
Allar frumur, vefir og líffæri mannslíkamans eru búin viðtökum fyrir D-vítamín og þarfnast þess til að framkvæma ýmsar lífsnauðsynlegar aðgerðir. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigt taugakerfi, heila, hjarta og æðakerfi. Það er einnig nauðsynlegt fyrir húðina, beinin, sjónina og heyrnina – svo nokkuð sé nefnt og það ver okkur jafnframt fyrir alvarlegum sjúkdómum. Ef D-vítamínbúskapur líkamans er góður getum við treyst því að verða heilsuhraustari og ánægðari með lífið.