Brúnar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 129 3.190 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 129 3.190 kr.
spinner

Um bókina

Þegar kvölda tekur breytist Rúnar í Brúnar, ofurhetjuna óttalausu. Með brúna málningu að vopni læðist Brúnar út og refsar strákunum sem stríða Rúnari og eyðileggja kofann hans. Vinirnir Atli og Ása hafa aldrei heyrt um fyndnari ofurhetju og vilja gjarnan kynnast henni. Brúnar kemur þó fyrst í góðar þarfir þegar afi deyr.

Hjartastyrkjandi og fyndin saga um vináttu, sorg, hugrekki og hlátursköst.

Brúnar er fyrsta barnabók norska höfundarins Håkons Øvreås, en fyrir hana hlaut hann Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2014.

Gerður Kristný íslenskaði.

* * * * *
„Bók í hæsta gæðaflokki … hlý og sterk saga af vináttu, missi og hugrekki … Myndirnar eru afar tjáningarríkar … Þýðing Gerðar Kristnýjar er afskaplega vönduð sem hæfir vel verðlaunabók.“
Silja Björk Huldudóttir / Morgunblaðið

„Þýdda barnabók ársins. Brúnar, eftir Håkon Øvreås, lætur ekki mikið yfir sér, stutt bók og textinn knappur. Hún fjallar þó um býsna merkilega hluti, einelti, vináttu og dauða, á einkar trúverðugan hátt og sýnir það hvernig börn verða oft útundan þegar stórviðburðir dynja á fjölskyldunni.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning