Brothætt
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 556 | 1.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 556 | 1.190 kr. |
Um bókina
Við lifum í brothættum heimi – öldur brotna á strönd, ljós brotnar í linsu, loforð eru brotin. Bein brotna og gróa að nýju en annað gildir um brostin hjörtu.
Willow er lífleg og skemmtileg fimm ára stelpa, eftirlæti foreldra sinna, fluglæs og fróð. En hún er fædd með ólæknandi sjúkdóm sem veldur því að bein hennar brotna við minnsta hnjask. Sjúkdómurinn hefur áhrif á hvert smáatriði daglegs lífs en því taka foreldrarnir ævinlega af æðruleysi. Þar til röð tilviljana þvingar þau til að svara stærstu spurningu sem þau hafa nokkru sinni staðið frammi fyrir: Hvað ef þau hefðu vitað um sjúkdóm dóttur sinnar fyrr? Hvað ef hún hefði aldrei fæðst?
Jodi Picoult hefur skrifað fjölda skáldsagna sem margar hafa náð metsölu, þar á meðal Nítján mínútur og Á ég að gæta systur minnar? sem vinsæl kvikmynd var gerð eftir.
Ásdís Guðnadóttir þýddi.
„Áhrifamikil og krefjandi skáldsaga um efni sem lesandinn kemst ekki hjá að taka afstöðu til.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
„… ótrúlega vel skrifuð bók … snilldarlesning…“
Kolbrún Skaftadóttir / midjan.is
„Picoult skrifar af hæverskri snilld.“
Stephen King
„Það er ekki annað hægt en gleypa í sig hverja síðu.“
San Antonio Express-News
„… þessa bók er ekki hægt að leggja frá sér.“
People