Brosað gegnum tárin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2005 | 720 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2005 | 720 kr. |
Um bókina
Það hefur lengi verið alþekkt staðreynd að íslenskar konur eru öðrum konum fegurri og á síðari árum hafa íslenskir karlmenn sýnt og sannað fegurð sína og náð góðum árangri í fegurðarsamkeppnum erlendis. Þegar vel hefur tekist til í keppni á alþjóðlegum vettvangi hefur þjóðin verið ákaflega stolt af þessari ósigrandi fegurð, en þegar verr hefur gengið eða fegurðarsamkeppnir átt undir högg að sækja hefur þeim verið fundið flest til foráttu.
Í Brosað gegnum tárin er saga fegurðarsamkeppna á Íslandi rakin í liprum og lifandi texta. Fjallað er um hverja keppni fyrir sig, viðbrögð landsmanna, þar á meðal kvennahreyfingarinnar, og umfjöllun íslenskra og erlendra fjölmiðla. Bókin er ríkulega skreytt ljósmyndum og úrklippum sem endurspegla ríkjandi skilning á fegurð og glæsileika. Myndirnar veita einnig skemmtilega innsýn í tísku og tíðaranda, allt frá peysufataklæddum fegurðardísum á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930 til fagurlega skreyttra þátttakenda í keppninni um titillinn Dragdrottning Íslands.
Falleg, fróðleg og umfram allt skemmtileg bók.