Brennuvargar: Malin Fors #9
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 376 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 376 | 3.690 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 1.090 kr. |
Um bókina
Malin Fors stendur sem lömuð. Enn er myrkur í skóginum snemma morguns í september. Loftið er umlukið brunalykt frá nálægu iðnaðarsvæði. Fyrir framan hana liggur brennt lík af konu. Daginn áður fannst níu ára drengur látinn í gámi. Hann hafði verið myrtur. Þótt það virðist langsótt hefur Malin Fors það á tilfinningunni að málin tengist.
Æsileg spennusaga um að afleiðingar ofbeldis eiga sér engin landamæri og geta leitt til þess að fólk geri það sem það hefði aldrei talið sig geta gert.
Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögregluforingja í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd. Brennuvargar er níunda bókin um Malin Fors en hinar átta — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðin, Englar vatnsins, Sálir vindsins og Moldrok — hafa selst í milljónum eintaka.