Borg hinna dauðu

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2023 384 6.890 kr.
Kilja 2024 384 4.390 kr.
spinner

Borg hinna dauðu

4.390 kr.6.890 kr.

borghinnadauðu.end.indd
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2023 384 6.890 kr.
Kilja 2024 384 4.390 kr.
spinner

Um bókina

Föstudagskvöld nokkurt í september yfirgefur hin 19 ára gamla Sigríður Bella Ólafsdóttir heimili sitt við Dragaveg. Hún segir engum hvert hún er að fara. Þegar hún skilar sér ekki heim hringja foreldrarnir á lögregluna. Það er eins og jörðin hafi gleypt dóttur þeirra. Spennan er yfirþyrmandi þegar Hörður Grímsson glímir við sitt flóknasta mál.
Tuttugu árum eftir hvarf Sigríðar Bellu finnast mannabein við uppgröft í húsagarði í austurbænum. Hörður Grímsson fer með rannsókn málsins. Í ljós kemur að um líkamsleifar Sigríðar Bellu er að ræða og hrollvekjandi staðreyndir benda til þess að hún hafi verið myrt á vofeiflegan hátt. Það litla sem lögreglan hefur í höndunum um hvarf stúlkunnar á sínum tíma er illa unnin rannsóknarskýrsla.Fljótlega beinast grunsemdir lögreglunnar að ákveðnum einstaklingi en sannanir skortir og fara þarf að öllu með gát því hann má alls ekki fá veður af rannsókninni. Hörður óttast að morðinginn sé ekki hættur og hafi þegar valið sér næsta fórnarlamb. Lögreglan leggur nótt við dag við rannsókn málsins, enda er tíminn senn á þrotum og mannslíf í húfi.

Hörður Grímsson er án efa ein allra vinsælasta skáldsagnapersóna samtímans. Borg hinna dauðu er ellefta bók Stefáns Mána um þennan sérlundaða lögreglumann. Í bókinni sýnir Hörður enn og aftur á sér nýjar hliðar og spennan er yfirþyrmandi frá upphafi til enda.

Hið illa er komið á kreik.

„Stefán Máni er meistari stemningar og nístandi spennu.“

Óttarr Proppé tónlistarmaður

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Borg hinna dauðu”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

7.690 kr.
Hrafnsklo
3.690 kr.
hungur
5.690 kr.
Horfnar
6.290 kr.
Dauðabókin
5.690 kr.
Morgaes med brostid hjarta
2.990 kr.
Aðventa
2.990 kr.3.190 kr.
Krýsuvík Stefán Mán
5.990 kr.
Skuggarnir
890 kr.5.990 kr.
Svartigaldur eftir Stefán Mána
3.590 kr.5.990 kr.
Nautið
2.890 kr.

INNskráning

Nýskráning