Bollakökur Rikku

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 77 2.890 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 77 2.890 kr.
spinner

Um bókina

Í þessari fallegu bók gefur Friðrika Hjördís Geirsdóttir uppskriftir að margs konar freistandi bollakökum og sýnir hvernig hægt er að skreyta þær og breyta þeim í sannkölluð listaverk eða bara skemmtilegar kökur í barnaafmæli, brúðkaup og við öll tækifæri.

Rikka er snillingur í að baka gómsætar og flottar bollakökur og hefur haldið fjölda vinsælla námskeiða í þeirri list. Bollakökur hafa  rutt sér til rúms síðustu misseri á Íslandi enda eru þær glæsilegt borðskraut, skreyttar eftir tilefninu og dásamlega ljúffengar.

Gísli Egill Hrafnsson tók myndirnar.

Vilt þú prófa?
Hér er gómsæt uppskrift úr bókinni að kókos-bollakökum  með Bounty-kremi.

Kókoskökur

270 gr. sykur
150 gr. smjör
2 egg
240 kr. hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
50 ml. kókosmjólk
1 1/2 tsk. vanilludropar

Hitið ofninn í 170°C. Hrærið saman sykur og smjör þar til blandan verður ljós og létt. Bætið einu eggi í senn út í og hrærið stuttlega á milli. Blandið þurrefnunum saman við ásamt kókosmjólkinni og vanilludropunum.
Sprautið deiginu jafnt í formin og bakið kökurnar í 16–18 mínútur.

Bounty-krem

110 gr. smjör, mjúkt
450 gr. flórsykur
60 ml. mjólk
60 gr. Bounty-súkkulaði, saxað og brætt

Hrærið smjör og vanilludropa vel saman og bætið flórsykri og mjólk saman út í þar til allt hráefni er uppurið. Blandið Bounty-súkkulaðiblöndunni
saman við og hrærið. Sprautið kreminu á kökurnar.

Tengdar bækur

4.190 kr.
3.190 kr.
3.590 kr.
3.690 kr.4.590 kr.
4.490 kr.
4.590 kr.
4.490 kr.

INNskráning

Nýskráning