Bókin um Che

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 490 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 490 kr.
spinner

Um bókina

Bókin um Che gæðir hugsjónir og hugmyndir Che Guevara nýju lífi og skoðar manninn á bak við goðsögnina, mann sem var í senn tilfinninganæmur, ástríðufullur og staðráðinn í að fylgja sósíalískum draumum sínum alla leið. Í bókinni er einstök blanda fágætra ljósmynda og eigin orða Che sem gefur aðgengilega og sanna mynd af einum mikilvægasta byltingarmanni 20. aldar. Í bókinni er að finna yfir 250 myndir, yfir 100 tilvitnanir í rit Che, persónuleg bréf hans og ræður, ný viðtöl við nána vini og félaga, safn merkra veggspjalda og myndlistaverka, tímaás sem sýnir líf og ferli Che, kort af ferðum hans í byltingunni og greinar um lykilatburði í lífi hans.

Hulda Barrio fæddist í Havan og nam heimspeki og listasögu við Háskólann í Havana. Hún hefur kennt sendiráðsmönnum heimspeki, verið sýningarstjóri við Centro Wifredo Lam listastofnunina og þáttagerðarmaður við kúbverska sjónvarpið. Nú er hún sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún var myndaritstjóri Havana in my Heart: a celebration of Cuban photography eftir Gareth Jenkins (MQ Publications 2002).

Gareth Jenkins fæddist í Englandi, nam stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði við Háskólann í Oxford og tók meistarapróf í hagfræði. Hann er hagvanur á Kúbu og viðurkenndur sérfræðingur í kúbverskri menningu, viðskiptum og stjórnmálum. Hann er höfundur Havana in my Heart: a celebration of Cuban photography.

Andres Castillo tók próf í sagnfræði frá Háskólanum í Havana. Hann hefur rannsakað hernaðarsögu, verið blaðamaður og útvarpsmaður og skrifað ellefu bækur um kúbverska menningarsögu.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning