Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Bleikrými
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 20 | 1.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 20 | 1.990 kr. |
Um bókina
Bleikrými er fyrsta ljóðabók Solveigar Thoroddsen og sú 21. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist.
Bókin er gefin út í 150 tölusettum eintökum. Henni var ritstýrt af Kristínu Svövu Tómasdóttur.
Solveig Thoroddsen er fædd 1970 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Auk þess að vera æðarbóndi starfar Solveig sem myndlistarmaður, grunnskólakennari og leiðsögumaður. Hún hefur áður birt kafla í Ástarsögum íslenskra kvenna.
1 umsögn um Bleikrými
Elín Edda Pálsdóttir –
„Ljóðmælandi smyr gulli af vængjum þeirra á augnlokin og breytist í Kleópötru í draumi sínum. Því fyrir ástarsyrgjendur er ef til vill góð tilfinning að elska ekki en enn betri tilfinning að gleyma því alfarið hvað ástin er.“
Jóhannes Ólafsson / Starafugl