Blátt tungl
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Innbundin | 2001 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2017 | 990 kr. | |||
Innbundin | 2001 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Það eru jólin, hátíð ljóss og friðar og Einar blaðamaður er kominn í sparifötin að kvöldi jóladags. Hann er að fara í hangikjöt til pabba og mömmu ásamt Gunnsu dóttur sinni þegar fréttaþulur útvarpsins segir frá mannshvarfi sem kemur óþægilega við hann og hann sér sig knúinn til að grafast frekar fyrir um. Þetta er upphaf sprettharðrar og spennandi atburðarásar þar sem Einar tekst á við forna og nýja andstæðinga, en ekki síður sjálfan sig. Áður en yfir lýkur þarf hann að taka á öllu sínu til að halda bæði mannorði og sönsum. Blátt tungl er sakamálasaga úr íslensku skammdegi, þar sem hið dularfulla í mannssálinni og hið kunnuglega úr hversdagslífinu sameinast í flókinni en þéttofinni fléttu.
Blátt tungl er sjálfstætt framhald af tveimur fyrstu bókum Árna Þórarinssonar um Einar blaðamann, Nóttin hefur þúsund augu og Hvíta kanínan, og í henni er ýmislegt leitt til lykta sem upphófst þar. Bækurnar hafa fengið afbragðs viðtökur lesenda og gagnrýnenda, jafnt hér heima sem erlendis.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 6 klukkustundir og 32 mínútur að lengd. Hjálmar Hjálmarsson les.