Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2008 | 1.695 kr. |
Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar
1.695 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2008 | 1.695 kr. |
Um bókina
Hér er rakin saga ræktunar á Íslandi, og reyndar víða um heim, með sérstakri áherslu á upphaf kartöfluræktar. Höfundurinn, Hildur Hákonardóttir, hefur ferðast allt frá Suður-Ameríku til Eyrarbakka og kynnt sér hvernig fólk þróaði ræktunaraðferðir. Hún fjallar um mismunandi tegundir og hverjar duga best í mismunandi umhverfi. Með einstökum frumleika og sköpunargleði tengir hún kartöfluræktun íslenskri menningarsögu og fjallar um merka menn og konur sem lögðu hönd á plót í beinni og óbeinni merkingu. Þar má nefna Baldvin Einarsson, Vilhelmínu Lever, Eggert Ólafsson og Elísabetur Englandsdrottningu.
Bókin er allt í senn upplýsandi, skemmtileg og nytsamleg fyrir alla sem hafa áhuga á jarðrækt, matreiðslu og/eða menningarsögu. Í henni er að finna uppskriftir, almennar upplýsingar og lifandi lýsingar af fólki sem mótaði Íslandssöguna.
„Hugmyndin kviknaði þegar ég starfaði sem byggðarsafnsforstjóri í safninu sem þá var á Selfossi, rifjar Hildur upp. „Meðal þess sem ég fjallaði um þá voru verðlaun dönsku stjórnarinnar sem veitt voru þeim sem helst sköruðu fram úr í bátasmíðum, túnasléttum og jarðrækt. Þá rann upp fyrir mér að þau pössuðu alls ekki við þá söguímynd sem ég hafði af einberri kúgun. Það sat alltaf í mér.
Hildur sem einnig er höfundur hinnar sívinsælu bókar Ætigarðurinn – handbók grasnytjungsins og fallegrar sögu um kvennadaginn, Já, ég þori, get og vil er þekkt fyrir líflega og grípandi frásagnargleði. Blálandsdrottningin skartar fjölda litmynda ásamt ítarlegum upplýsingum um heimildir.