Bláir skór og hamingja
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Hin snjalla og ómótstæðilega Precious Ramotswe, eigandi Kvenspæjarastofu númer eitt í Botsvana, er ekki sest í helgan stein þótt hún sé nú gift kona. Hún heldur áfram að leysa ráðgátur og rétta saklausu fólki sem til hennar leitar hjálparhönd. Ung kona kemur til hennar vegna óheiðarleika yfirmanns og hótana um uppsögn en Ramotswe kemst brátt að því að fleira hangir á spýtunni.
Bækur Alexanders McCall Smith um Kvenspæjarastofu númer eitt hafa farið sigurför um heiminn, enda einstakar sögur sem hafa að geyma sjaldgæfa blöndu af spennu, gamansemi og mannúð. Þær hafa nú selst á íslensku í nærri 30 þúsund eintökum. Áður hafa komið út á íslensku í þessum flokki Kvenspæjarastofa númer eitt, Tár gíraffans, Siðprýði fallegra stúlkna, Kalaharí-vélritunarskólinn fyrir karlmenn, Fullur skápur af lífi, og Félagsskapur kátra kvenna. Hér sem áður í leiftrandi lestri Dominique Sigrúnardóttur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 12 mínútur að lengd. Dominique Sigrúnardóttir les.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar