Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2004 | 720 kr. |
Um bókina
Bláin er safn úrvalsljóða Steingerðar Guðmundsdóttur (1912-1999).
Steingerður var mikil listakona og leitað víða fanga í listsköpun sinni. Skáldskapurinn var henni afar hugleikinn og á árunum 1969 til 1997 gaf hún út sjö ljóðabækur, einnig lagði hún um tíma stund á höggmyndalist, nam leiklist, skrifaði nokkur leikrit og einleiksþætti og var alla tíð mikill leiklistarunnandi.
Í formálsorðum Höllu Kjartansdóttur segir svo: „Steingerður fyllir flokk módernista í ljóðagerð sinni en hún tilheyrði jafnframt þeirri kynslóð listakvenna sem þurfti að berjast talsvert fyrir því að njóta viðurkenningar til jafns við karla (…) Ljóð hennar bera vott um viðkvæma lund, trúarþörf og hrifnæmi, þau eru hófstillt og laus við beiskju og hinn óhefti leikur með ljóðformið vitnar bæði um listræna dirfsku og leitandi hug.“
Með þessu ljóðasafni er minningu hennar haldið á lofti um ókomin ár.