Bítlarnir telja í

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 1014 7.295 kr.

Bítlarnir telja í

7.295 kr.

Bítlarnir telja í
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 1014 7.295 kr.

Um bókina

Bítlarnir telja í er gríðarstórt og vandað verk sem byggir á ítarlegum rannsóknum og heimildum. Í textanum er leitast við að afhjúpa goðsagnir og fjalla um Bítlana á skilmerkilegan og afdráttarlausan hátt.

Hér er komin saga Bítlanna eins og hún var í raun og veru. Gleymdu því sem þú telur þig vita um þá og byrjaðu upp á nýtt.

Mark Lewisohn er fremsti sérfræðingur um Bítlana í heiminum en hann vann lengi fyrir Bítlana, meðal annars við gerð Anthology útgáfu þeirra. Mark hefur rannsakað allt sem tengist þessari mögnuðu hljómsveit í þaula og gefið út nokkrar bækur. Mark er núna að vinna í stærsta verkefni sínu en það er þriggja bóka útgáfa um sögu Bítlanna.

Fyrsta bókin tók 10 ár í rannsóknum og vinnu og hefur nú litið dagsins ljós. Sú bók heitir á ensku Tune In og vinnur Bókaútgáfan Hringur í samvinnu við Mark að útgáfu bókarinnar á Íslandi snemma á næsta ári. Bókin spannar um 900 blaðsíður og í henni má finna allt sem tengist uppvaxtarárum Bítlanna og því hvernig þeir urðu stærsta hljómsveit sögunnar. Bókaserían heitir Öll þessi ár.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning