Birta, ljós og skuggar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 274 | 5.090 kr. | ||
Kilja | 2021 | 276 | 3.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 274 | 5.090 kr. | ||
Kilja | 2021 | 276 | 3.190 kr. |
Um bókina
Þegar yngri sonur Birtu flytur að heiman áttar hún sig á því að hún er alls ekki á þeim stað sem hún hafði séð sjálfa sig á um fertugt. Hún er föst í vonlausu ástarsambandi og burðast með fortíðina í farangrinum. Þegar hún kynnist Tim, sænsk-amerískum hjúkrunarfræðingi, finnur hún óvænt trúnaðarvin sem hún getur treyst fyrir sínum innstu tilfinningum. Með hjálp Tims finnur hún loks styrk til að losa sig úr þeim ómögulegu aðstæðum sem hún hefur komið sér í en þá fyrst kemst hún að því að ekkert er eins og sýnist og að maðurinn sem hún hafði talið sér trú um að hún elskaði er allt annar en hún hélt. Á sama tíma og Birta berst við erfið sambandsslit, ofsóknir og átakanleg fjölskyldumál áttar hún sig á því að það sem hún hefur alltaf þráð er nær en hana hefði nokkurn tímann grunað.
Birta, ljós og skuggar er saga Birtu, ljóssins sem hún á stundum erfitt með að greina og skugganna sem hún gerir sitt besta til að forðast.