Barnsránið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 249 | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 249 | 2.990 kr. |
Um bókina
Blaðamaðurinn Alma Jónsdóttir þarf á öllu sínu að halda til að valda þeim verkefnum sem upp koma í lífi hennar. Barni í fjölskyldu hennar er rænt. Illa slasaður maður finnst í bakgarðinum heima hjá henni. Á fjandsamlegum vettvangi blaðamennskunnar dregur til stórra tíðinda. Og hver myrti gítarleikarann Manuel?
Alma er lesendum kunn fyrir þrautseigju sína og mannskilning sem reynast henni vel við lausn mála. En hún er einnig breysk og líkt og fyrr er ekki allt sem
sýnist í einkalífinu.
Barnsránið er margslungin, viðburðarík og spennandi sakamálasaga skrifuð beint út úr samtímanum á Íslandi.
Barnsránið er sjötta sakamálasaga Guðrúnar Guðlaugsdóttur um blaðamanninn Ölmu Jónsdóttur. Hinar eru Beinahúsið (2014), Blaðamaður deyr (2015), Dauðinn í opna salnum (2016), Morðið í leshringnum (2017) og Erfðaskráin (2018).