Aung San Suu Kyi og baráttan fyrir lýðræði í Búrma
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 160 | 2.090 kr. | ||
Kilja | 2009 | 168 | 999 kr. |
Aung San Suu Kyi og baráttan fyrir lýðræði í Búrma
999 kr. – 2.090 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 160 | 2.090 kr. | ||
Kilja | 2009 | 168 | 999 kr. |
Um bókina
Í rúma tvo áratugi hefur Aung San Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 1991, verið ein dáðasta kona heims. Barátta hennar fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum í heimalandi sínu, Búrma, hefur vakið heimsathygli.
Lýðræðishreyfing hennar vann afgerandi kosningasigur árið 1990 en herforingjastjórnin, sem ræður ríkjum í þessu ógæfusama landi, hefur komist upp með að hundsa þau kosningaúrslit í tvo áratugi. Þúsundir óbreyttra borgara hafa verið myrtar og allir helstu stjórnarandstæðingar hafa verið fangelsaðir.
Sjálfri hefur Aung San Suu Kyi verið haldið langdvölum í stofufangelsi á heimili sínu í Rangoon og meinað að hafa samskipti við fjölskyldu sína.
Í þessari bók segir Jakob F. Ásgeirsson sögu þessarar einstæðu hugsjónakonu sem á fáeinum vikum varð sameiningartákn þjóðar sinnar andspænis grimmilegri kúgun allsráðandi herforingjaklíku.
3 umsagnir um Aung San Suu Kyi og baráttan fyrir lýðræði í Búrma
Elín Pálsdóttir –
„Líkamlega er hún smávaxin og fíngerð en andlega og siðferðilega er hún risi.“
Desmond Tutu erkibiskup
Elín Pálsdóttir –
„Helgimynd siðferðilegs hugrekkis.“
Bono í U2
Elín Pálsdóttir –
„Með því að helga líf sitt baráttunni fyrir mannréttindum og lýðræði í Búrma berst Aung San Suu Kyi ekki aðeins fyrir réttlæti til handa samlöndum sínum heldur öllum þeim sem vilja vera frjálsir til að ákveða eigin örlög.“
Vaclav Havel, fyrrverandi forseti Tékklands