Ástríðan í fjöllunum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2024 | 348 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2024 | 348 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2024 | - | 2.990 kr. |
Um bókina
Grípandi saga um sorg, sjálfstæði og nýja möguleika. Örlög tveggja kvenna, Helenu og Hildu, eru á margan hátt samtvinnuð þótt áratugir skilji að sögur þeirra. Hilda er föst í óhamingjusömu hjónabandi. Hún er búsett á ættarsetri eiginmanns síns í fjöllunum og upplifir sig innilokaða. Það eina sem heldur í henni lífinu er vöffluhúsið sem hún rekur og fólkið sem hún hittir þar. Þegar hópur kvikmyndagerðarfólks kemur frá Stokkhólmi til að taka upp mynd á svæðinu kviknar innra með henni þrá um annað og betra líf. Það hefur rofað til í lífi Helenu, sem leitaði skjóls í fjöllunum þegar líf hennar hrundi. Hún rekur vinsæla vöffluhúsið sitt af miklum dugnaði en líkt og Hilda forðum þráir hún eitthvað meira. Hún er heilluð af sögu Hildu og þegar hún rekst á eyðibýlið þar sem Hilda bjó er eins og húsið og fortíð Hildu tali til hennar. Hafa þessar tvær konur, hvor á sínum tíma, hugrekki til þess að stíga þau skref sem þær þurfa til að öðlast lífið sem þær óska sér? sjálfstætt framhald af hinni vinsælu Vöffluhúsið í fjöllunum
Friðrika Benónýsdóttir íslenskaði
Umsagnir
Engar umsagnir komnar