Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2019 | 112 | 4.290 kr. |
Um bókina
Ólafur Friðrik Magnússon, er fæddur á Akureyri árið 1952, Eyfirðingur og Vestmannaeyingur að uppruna. Hann er læknir að mennt og hefur frá árinu 1976 gegnt læknisstörfum. Hann átti sæti í borgarstjórn Reykjavíkur árin 1990-2010 og var um hríð borgarstjóri.
Ólafur varð, árið 1999, talsmaður og ábyrgðarmaður grasrótarhreyfingarinnar, Umhverfisvinir, sem sem kom í veg fyrir uppistöðulón á Eyjabökkum, austan Snæfells. Eftir það varð stjórnmálaferill hans sviptingasamur ekki síður en litríkur og þrátt fyrir marga persónulega sigra lenti Ólafur í miklum mótblæstri bæði fyrir og eftir að hann hætti stjórnmálaafskiptum. Ekki fór að blása byr í segl Ólafs á ný, fyrr en um hægðist, árið 2013.
Frá þeim tíma hafa ljóð hans orðið til, sem mótast mjög af ást höfundar á landi sínu og þjóð, en einnig af erfiðri lífsreynslu, sem hefur orðið honum til farsældar.